Ísland mun kl. 17:00 í dag leika lokaleik sinn í undankeppni EuroBasket 2025 gegn Slóvakíu í Bratislava.
Efstar í riðil Íslands, og öruggar áfram, eru Tyrkland með fimm sigra í jafn mörgum leikjum. Í öðru sæti riðilsins er Slóvakía með þrjá sigra og tvö töp. Í þriðja til fjórða sæti eru svo Ísland og Rúmenía með einn sigur og fjögur töp, en sökum innbyrðisviðureignar er Rúmenía í sætinu fyrir ofan.
Möguleikar Íslands á að tryggja sig áfram runnu út í sandinn með tapinu úti í Tyrklandi fyrir helgi. Aðeins efsta sæti hvers riðils tryggir sæti á lokamótið, en þá munu einnig fara fjögur bestu liðin sem enduðu í öðru sæti síns riðils. Slóvakía á því enn möguleika á að tryggja sig áfram á lokamótið. Til þess að gera það þurfa þær að vinna Ísland í lokaleiknum og helst með sem mestum mun.
Það má vel gera ráð fyrir gífurlega erfiðum leik fyrir íslenska liðið í dag, en líkt og Ísland sýndi í nóvember síðastliðnum geta þær átt í fullum tygjum við lið Slóvakíu. Þá vann Slóvakía lið Íslands í Ólafssal, en aðeins með átta stigum, 70-78.
Í leikina tvo gegn Tyrklandi fyrir helgi og Slóvakíu í dag fór íslenska liðið með 12 leikmanna hóp og því er víst hvaða 12 leikmenn það verða sem fylla skýrslu liðsins í dag.
Hérna verður lifandi tölfræði frá leiknum
Lið Íslands:
Anna Ingunn Svansdóttir – Keflavík 12 leikir
Agnes María Svandsdóttir – Keflavík 4 leikir
Dagbjört Dögg Karlsdóttir – Valur 22 leikir
Danielle Rodriquez – Fribourg 2 leikir
Diljá Ögn Lárusdóttir – Stjarnan 8 leikir
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir – Hamar/Þór 4 leikir
Eva Wium Elíasdóttir – Þór Akureyri 4 leikir
Kristrún Ríkey Ólafsdóttir – Hamar/Þór – Nýliði
Sara Rún Hinriksdóttir – Keflavík 30 leikir
Thelma Dís Ágústsdóttir – Keflavík 22 leikir
Þóra Kristín Jónsdóttir – Haukar 35 leikir
Tinna Guðrún Alexandersdóttir – Haukar 8 leiki
Ísland mætir Slóvakíu í lokaleik undankeppni EuroBasket 2025 sunnudag 9. febrúar í beinni útsendingu á RÚV 2 kl. 16:50.