spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Þetta er liðið sem Ísland mætir í kvöld - Heimabæjarhetjan Nicolo Melli...

Þetta er liðið sem Ísland mætir í kvöld – Heimabæjarhetjan Nicolo Melli verður með liðinu

Ísland mætir Ítalíu kl. 19:30 í Palabigi höllinni í Reggio Emilia í kvöld í fjórða leik undankeppni EuroBasket 2025.

Hérna er 12 leikmanna hópur Íslands fyrir kvöldið

Rétt í þessu var tilkynnt hvaða 12 leikmenn það verða sem leika fyrir Ítalíu í leiknum, en eins og tekið hafði verið fram í upphaflegri frétt um ítalska hópinn átti lið þeirra að fá innspýtingu sjö EuroLeague leikmanna í þennan seinni leik liðanna.

Inn í hóp þeirra í kvöld koma fjórir af þessum sjö sem rætt hafði verið að myndu mögulega koma inn í hópinn, Elhadji Dame Sarr (Barcelona) Nicolo Melli (Fenerbahce) Giampaolo Ricci (Milan) og Guglielmo Caruso (Milan)

Stærsta nafnið væntanlega Nicolo Melli sem mun í kvöld fá að leika fyrir landsliðið á gamla heimavelli sínum í Palabigi höllinni í Reggio Emilia, en Melli er fæddur og uppalinn í borginni og steig hann sín fyrstu skref sem atvinnumaður árin 2007 til 2010 með liði Reggiana. Síðan þá hefur hann leikið fyrir mörg af sterkustu félögum Evrópu ásamt því að hafa í nokkur ár verið í NBA deildinni.

Lið Ítalíu í kvöld:

Nicola Akele, Grant Basile, Giordani Bortolani, Guglielmo Caruso, Diego Flaccadori, Nicolo Melli, Giampaolo Ricci, Riccardo Rossato, Elhadji Dame Sarr, Marco Spissu, Amedeo Tessitori, Michele Vitali

Fréttir
- Auglýsing -