KR tekur á móti ÍA kl. 19:15 á Meistaravöllum annað kvöld í fyrstu deild karla.
Hvetur félagið öll til að mæta á leikinn og um leið styðja gott málefni, en ágóði af miðasölu leiksins mun renna til styrktar Pieta samtökunum. Miðasala er í fullum gangi í gegnum Stubb appið.
Grillið verður opið frá klukkan 18:00 inni í félagsheimili þeirra KR-inga, Una Torfa spilar fyrir leik og Ingvar Ákason (Byssan) verður með uppistand eftir leik og hvetur félagið alla til þess að koma, gera sér glaðan dag og styrkja gott málefni í leiðinni.