Ísland tekur á móti Georgíu í kvöld kl. 19:30 í Laugardalshöll í fyrri leik annars glugga seinni hluta undankeppni heimsmeistaramótsins 2023. Leikurinn er ansi mikilvægur fyrir liðið, en með sigri færi það langleiðina með að tryggja sig á lokamót HM á næsta ári. Aðdáendur íslenska liðsins þurfa ekki að örvænta þó uppselt sé í Laugardalshöllina í kvöld þar sem leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.
Sextán leikmanna æfingahópur liðsins var kynntur á dögunum, en samkvæmt heimilduk Körfunnar munu eftirfarandi tólf leikmenn leika fyrir liðið í kvöld.
12 leikmanna hópur liðsins gegn Georgíu:
Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (61)
Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (72)
Hilmar Pétursson · Muenster, Þýskalandi (2)
Jón Axel Guðmundsson · Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu (21)
Kári Jónsson · Valur (28)
Kristófer Acox · Valur (48)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (50)
Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (24)
Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (5)
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (54)
Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (76)
Þorvaldur Orri Árnason · KR (Nýliði)
Þeir fjórir sem eru fyrir utan hóp í kvöld:
Hilmar Smári Henningsson · Haukar (4)
Orri Gunnarsson · Haukar (Nýliði)
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (95)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (56)
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil