Íslenska landsliðið mætir Rúmeníu kl. 16:30 í Laugardalshöllinni í dag í öðrum leik nóvemberglugga síns í undankeppni EuroBasket 2023. Um er að ræða seinni leik Íslands gegn Rúmeníu í riðlakeppni mótsins, en fyrri leiknum tapaði Ísland ytra í spennuleik.
Umgjörðin í kringum leik dagsins er ekki af verri endanum, en í kl. 15:00 hefst körfuboltahátíð í Laugardalshöllinni, þar sem í boði verða körfuboltaþrautir, lukkuhjól, andlitsmálun, plötusnúður og eitthvað fleira til þess að hita upp fyrir leikinn.
Fyrir leik kvöldsins hefur Ísland tapað fyrstu þremur leikjum undankeppninnar á meðan að Rúmenía hefur unnið einn og tapað tveimur.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða 12 leikmenn munu leika fyrir Íslands hönd í kvöld:
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (3)
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (7)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (13)
Dagný Lísa Davíðsdóttir · Fjölnir (5)
Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (3)
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (5)
Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (3)
Hildur Björg Kjartansdóttir · BC Namur-Capitale, Belgíu (37)
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík
Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (27)
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (1)
Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (26)
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil