Ísland á tvo leiki gegn Ítalíu að þessu sinni í H-riðlinum í undankeppni HM 2023. Sá fyrri er í kvöld kl. 20:00 í Ólafssal, en sá seinni komandi sunnudag 27. febrúar í Bologna á Ítalíu.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða 11 leikmenn verða í liði Íslands í kvöld, en einn leikmann vantar þar sem að Haukur Helgi Pálsson leikmaður Njarðvíkur greindist með Covid-19 og samkvæmt reglum má ekki breyta hóp á leikdegi.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson – Tindastóll
Ólafur Ólafsson – Grindavík
Martin Hermannsson – Valencia
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson – Landstede Hammers
Tryggvi Snær Hlinason – Casademont Zaragoza
Ægir Þór Steinarsson – Acunsa
Kári Jónsson – Valur
Elvar Már Friðriksson – Antwerp Giants
Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll
Pavel Ermolinski – Valur
Jón Axel Guðmundsson – Crailsheim Merlins