spot_img
HomeBikarkeppniÞessi lið mætast í fyrstu VÍS bikarkeppninni - Fyrsti leikur komandi sunnudag

Þessi lið mætast í fyrstu VÍS bikarkeppninni – Fyrsti leikur komandi sunnudag

Dregið var í 16-liða úrslit VÍS-bikarkeppni karla og kvenna í höfuðstöðvum KKÍ í endaðan mars, en vegna takmarkana yfirvalda á körfuboltaiðkun var keppninni þá frestað.

Bikarinn mun þó vera kominn aftur á dagskrá. Þar sem þessi dráttur er látinn gilda og skipulag hans fyrir utan dagsetningar að mestu óbreytt. Tekið er fram að Hrunamenn og Selfoss hafi dregið sig úr 2021 keppninni og fara mótherjar þeirra úr undankeppninni, Vestri og Breiðablik, beint í 16 liða.

Fimm úrvalsdeildarslagir voru í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla en þar ber helst að nefna leik ríkjandi bikarmeistara Stjörnunnar og KR.

Í VÍS-bikar kvenna voru þrír úrvalsdeildarslagir, þar sem meðal annars ríkjandi bikarmeistarar Skallagríms mæta síðustu Íslandsmeisturunum í Val.

Dráttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.

Forkeppni fyrir undankeppni VÍS-bikars karla (leikið 29. ágúst):

Skallagrímur-Hamar

Undankeppni VÍS-bikars karla (leikið 3. september):

Sindri-Skallagrímur/Hamar

Álftanes-Fjölnir

16-liða úrslit VÍS-bikars karla (leikið 7. september):

Stjarnan-KR

Höttur-Keflavík

Tindastóll-Álftanes/Fjölnir

Haukar-Þór Akureyri

ÍR-Þór Þorlákshöfn

Njarðvík-Valur

Grindavík-Breiðablik

Vestri-Sindri/Skallagrímur/Hamar

16-liða úrslit VÍS-bikars kvenna (leikið 6. september):

Stjarnan-Tindastóll

Haukar-Hamar/Þór

Keflavík b-Vestri

Valur-Skallagrímur

KR-ÍR

Grindavík-Njarðvík

Keflavík-Snæfell

Fjölnir-Breiðablik

Fréttir
- Auglýsing -