Ísland leikur í dag kl. 15:00 við Búlgaríu í undankeppni EuroBasket 2021 í búbblunni í Grikklandi. Hingað til í mótinu hefur Búlgaría aðeins unnið einn leik í keppninni, gegn Íslandi í nóvember í fyrra, 69-84. Ísland leitar enn að fyrsta sigrinum eftir þrjá leiki.
Hérna verður hægt að fylgjast með lifandi tölfræði frá leiknum
Hér fyrir neðan má sjá hvaða 12 leikmenn verða á skýrslu í leik dagsins, en líkt og tekið var fram þegar að hópurinn var upphaflega valinn, verður Anna Ingunn Svansdóttir 13. leikmaður liðsins í dag og því ekki með. Liðið er það sama og mætti Slóveníu á fimmtudaginn.
Nafn · Félag (landsleikir)
Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar (2)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (4)
Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (Nýliði)
Guðbjörg Sverrisdóttir · Valur (20) · Fyrirliði
Hallveig Jónsdóttir · Valur (21)
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Breiðablik (4)
Katla Rún Garðarsdóttir · Keflavík (Nýliði)
Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (2)
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir · Keflavík (6)
Sara Rún Hinriksdóttir · Leicester, England (19)
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Skallagrímur (53)
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar (17)
13. leikmaður:
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (Nýliði)
Þjálfarar og fararteymi:
Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Danielle Rodriguez
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir
Fararstjóri: Hannes S. Jónsson
Sóttvanrarfulltrúi: Guðbjörg Elíasdóttir Norðfjörð
Liðstjórn: Kristinn Geir Pálsson