Keflavík lagði Njarðvík í Blue höllinni í kvöld í fyrsta leik úrslitaeinvígis liðanna í Subway deild kvenna. Keflavík því með yfirhöndina í einvíginu 1-0, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.
Karfan spjallaði við Thelmu Dís Ágústsdóttur leikmann Keflavíkur eftir leik í Blue höllinni. Thelma Dís var án nokkurs vafa besti leikmaður vallarins þegar á reyndi í leik kvöldsins, skilaði í heild 29 stigum, 6 af 8 úr djúpinu og 4 fráköstum á 46 mínútum spiluðum.