spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Thelma Dís valin besti leikmaður Íslands

Thelma Dís valin besti leikmaður Íslands

Thelma Dís Ágústsdóttir var valin verðmætasti leikmaður Íslands í fyrsta glugga undankeppni EuroBasket 2025 af vefmiðil FIBA. Ísland gerði ágætlega í þessum fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni þó báðir leikirnir hafi tapast, gegn Rúmeníu ytra á fimmtudag og heima í Ólafssal gegn Tyrklandi.

Hérna má sjá grein FIBA

Í vali sínu á Thelmu er tekið fram að hún hafi skilað 18 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leikjunum tveimur og verið með 21 framlagsstig í leik fyrir frammistöðurnar. Þá segir vefmiðillinn “Þetta var virkilega góð og uppörvandi frammistaða frá Ágústdóttur sem skilaði mjög glæsilegum tölum, 18 stigum í leik. Hún var hluti af íslensku liði sem gerði Tyrkland virkilega erfitt fyrir í seinni leik gluggans.”

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -