Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals unnu í kvöld góðan sigur á Eastern Michigan Eagles í bandaríska háskólaboltanum, 68-64. Cardinals hafa það sem af er tímabili unnið sex leiki og tapað fimm og sitja sem stendur í 9. sæti MAC deildarinnar.
Thelma Dís var frábær fyrir Cardinals í kvöld. Skilaði 16 stigum, 8 fráköstum og vörðu skoti. Þá var hún einkar skilvirk, setti niður 7 af 11 skotum sínum í leiknum. Næsti leikur þeirra er gegn Miami Redhawks þann 28. janúar.