Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals lögðu í dag lið Western Michigan Broncos í bandaríska háskólaboltanum, 78-71. Cardinals það sem af er tímabili unnið átta leiki og tapað 5.
Thelma Dís var stigahæst í liði Cardinals í dag. Skilaði 18 stigum, 4 fráköstum og stolnum bolta. Næsti leikur Cardinals er gegn Central Michigan Chippewas þann 3. febrúar.