spot_img
HomeFréttirThelma Dís með 15 stig gegn Buffalo Bulls

Thelma Dís með 15 stig gegn Buffalo Bulls

Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals máttu þola tap í dag fyrir Buffalo Bulls í bandaríska háskólaboltanum, 83-76. Leikur dagsins sá annar sem liðin leika sín á milli á nokkrum dögum, en þann fyrri unnu Cardinals, 76-63. Eftir leikinn eru þær í 8. sæti MAC deildarinnar með níu sigra og átta tapaða það sem af er tímabili.

Á 31 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Thelma Dís 15 stigum og 2 fráköstum. Næsti leikur Ball State er gegn Eastern Illinois Huskies þann 25. febrúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -