spot_img
HomeFréttirThelma Dís lét þristunum rigna í lokaleik tímabilsins - Stigahæst í sigri...

Thelma Dís lét þristunum rigna í lokaleik tímabilsins – Stigahæst í sigri á Western Michigan

Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals lögðu í kvöld Western Michigan Broncos í bandaríska háskólaboltanum, 69-76. Eftir leikinn er Ball State í 6. sæti Mac deildarinnar með 14 sigra og 10 töp það sem af er tímabili.

Á 35 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Thelma Dís 19 stigum, 8 fráköstum, stoðsendingu og vörðu skoti, en hún setti niður fimm af sex þriggja stiga skotum sínum og var stigahæst í liði Cardinals í leiknum.

Samkvæmt skipulagi var þetta síðasti leikur liðsins í deildarkeppni þetta tímabilið, en næst á dagskrá hjá þeim er MAC úrslitakeppnin. Hún hefst komandi miðvikudag 10. mars með leik gegn Ohio Bobcats, liði sem þær hafa í tvígang áður leikið við í vetur, unnið einn og tapað einum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -