spot_img
HomeFréttirThelma Dís atkvæðamikil í framlengdum sigurleik Ball State Cardinals

Thelma Dís atkvæðamikil í framlengdum sigurleik Ball State Cardinals

Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals unnu í kvöld lið Ohio Bobcats eftir framlengdan leik í bandaríska háskólaboltanum, 88-85. Ball State það sem af er tímabili unnið fimm leiki og tapað fimm.

Thelma Dís átti afbragðsleik fyrir Cardinals í kvöld. Skilaði 13 stigum, 5 fráköstum, 4 stoðsendingum og 4 stolnum boltum. Næsti leikur Ball State er gegn Buffalo Bulls þann 16. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -