Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals töpuðu í nótt í framlengdum leik fyrir Central Michigan Chippewas í bandaríska háskólaboltanum, 87-81. Eftir leikinn eru Ball State í 7. sæti MAC deildarinnar með 13 sigra og 10 töp það sem af er tímabili.
Á 46 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Thelma Dís 10 stigum, 5 fráköstum, 4 stoðsendingum, stolnum bolta og vörðu skoti. Þá er aðeins einn leikur eftir í deildinni hjá Ball State, hann er gegn Western Michigan komandi laugardag 6. mars. Úrslitakeppni MAC deildarinnar hefst svo 10. mars.