spot_img
HomeFréttirThelma Dís : ætlum að vinna hvern leik

Thelma Dís : ætlum að vinna hvern leik

 

Thelma Dís setti 14 stig fyrir Íslenska U16 lið kvenna gegn Noregi í dag sem vann öruggan 41-69 sigur.  Sigur Íslenska liðsins var aldrei í hættu en liðið spilaði virkilega flottan leik og er búið að vinna fyrstu tvo leiki sína nokkuð örugglega.  Thelma var að vonum mjög ánægð með leik dagsins.  

 

“Já, að sjálfsögðu.  þetta var flottur leikur og við spiluðum frábæra vörn”  

 

Hvað er það sem tryggir ykkur þennan sigur hérna i dag?

 

“Það var vörnin, við spiluðum alveg frábæra vörn.  Ef maður spilar góða vörn þá kemur sóknin”.

 

Hefur liðið sett sér markmið fyrir mótið ? 

“það er bara að vinna hvern leik”  

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -