spot_img
HomeFréttirÞekktur einkaþjálfari og áhrifavaldur til liðs við nýliðana

Þekktur einkaþjálfari og áhrifavaldur til liðs við nýliðana

Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur fengið félagaskipti til nýliða KV í fyrstu deild karla.

Er þetta staðfest á félagaskiptasíðu KKÍ og mun Guðmundur vera löglegur með félaginu frá og með gærdeginum.

Mynd / KV Instagram

Guðmundur Emil er 26 ára gamall og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frumlega nálgun sína að andlegri og líkamlegri heilsu síðustu misseri, ekki síst í gegnum átak sitt Víkingar vakna. Hæfileikar hans á körfuboltavellinum hafa þó hlotið minni umfjöllun, en spurning er nú hvort breyting verði þar á.

@gummiemil

Víkingar Vakna. Út fyrir þægindarrammann. Borða nóg af feitum fisk til að höndla kuldann, fá omega 3 og lýsi.

♬ som original – AV music

Ekki er á hreinu nákvæmlega hver aðkoma Guðmundar Emils verður að liðinu, en ljóst er að Fali Harðarsyni þjálfara þeirra er nú leyft að hafa hann í hópi í næsta leik. Nýliðum KV hefur gengið vel það sem af er tímabili í fyrstu deildinni, eru sem stendur í 6. sætinu með fjóra sigra og þrjú töp, en næsti leikur þeirra er gegn Skallagrími annað kvöld á Meistaravöllum.

Fréttir
- Auglýsing -