Breiðablik hafði betur gegn Ármanni með sigri í kvöld í Smáranum í öðrum leik undanúrslita fyrstu deildar karla, 102-98.
Blikar eru þá búnir að jafna séríuna 1-1, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig í úrslitaeinvígið.
Karfan spjallaði við Hrafn Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks, eftir leik í Smáranum.