spot_img
HomeFréttirÞegar Kobe Bryant setti 81. stig í einum leik - Myndband

Þegar Kobe Bryant setti 81. stig í einum leik – Myndband

Einhver magnaðasta frammistaða körfuboltasögunnar var þann 22. janúar 2006. Rúmlega fjórtán ár eru frá því að leikmaður Los Angeles Lakers, Kobe Bryant, skoraði 81 stig í deildarleik á móti Toronto Raptors. Leikinn sigruðu Los Angeles menn með 122 stigum gegn 104. Þó Kobe hafi náð að skora öll þessi stig í leiknum spilaði hann ekki næstum því allar mínútur hans. Spilaði 41 mínútu af 48 mögulegum í leiknum.

Til þess að skora þessi stig setti hann 28 skot í heildina af vellinum (7 þriggja stiga körfur) á um 61% nýtingu og 18 vítaskot á 90% nýtingu.

81 stig eru það næst mesta sem að leikmaður hefur nokkurntíman skorað í einum leik. Metið á Wilt Chamberlain, sem skoraði 100 stig þann 2. mars árið 1962 fyrir lið Philadelphia Warriors gegn New York Knicks. Ef skoðaður er listinn yfir 10 stigahæstu leikmenn í leik frá upphafi sést reyndar að Wilt á þar þá flesta. Fyrir utan Kobe Bryant eru einungis tveir sem hafa komist nálægt því síðustu 30 árin var leikmaður San Antonio Spurs, Davis Robinson, sem að skoraði 71 stig í leik gegn Los Angeles Clippers  árið 1994 og árið 2017 setti Devin Booker 70 stig með Pheonix Suns gegn Boston Celtics.

Það er við hæfi að rifja upp þessa mögnuðu frammistöðu Kobes en þær hræðilegu fregnir bárust fyrr í dag, að hann hefði látist í þyrluslysi.

81 stiga leikur Kobe Bryant:

Kobe ræddi um frammistöðuna í viðtali við Jalen Rose fyrir ári síðan:

Fréttir
- Auglýsing -