spot_img
HomeFréttirÞáttur #26: Ná Snæfell og KR að gera það aftur?

Þáttur #26: Ná Snæfell og KR að gera það aftur?

 

Það er komið að því, undanúrslitin í Dominos deildum karla og kvenna eru að hefjast í vikunni. Núverandi íslandsmeistarar KR og Snæfells eru talin líkleg til að verja titilinn. Lið Keflavíkur eru samkvæmt skoðanakönnun þáttarins líklegust til að veita þeim mesta keppnina í báðum flokkum. 

Lið Grindavíkur var spáð þriðja sæti í Dominos deild kvenna en niðurstaðan var fall eftir viðburðaríkt tímabil þar sem þjálfaraskipti og meiðsli hafa haft mikið að segja. Ingunn Embla Kristínardóttir er leikstjórnandi liðsins og íslenska landsliðsins gerir upp tímabilið og ferilinn í podcasti vikunnar. Hún segir frá ferlinum og spáir í spilinu fyrir undanúrslitin. 

Umsjón: Ólafur Þór Jónsson og Davíð Eldur. 

Efnisyfirlit:
1:00 – Ferill Ingunnar
12:15 – Tímabil Grindavíkur gert upp 
26:00 – Spáð í einvígi Snæfells og Stjörnunnar í Dominos deild kvenna
38:00 – Spáð í einvígi Keflavíkur og Skallagríms í Dominos deild kvenna
44:00 – Spáð í einvígi Stjörnunnar og Grindavíkur í Dominos deild karla
50:30 – Spáð í einvígi KR og Keflavíkur í Dominos deild karla
57:30 – Spurningakönnunin 
 

 

 

 

Hérna er þáttur #1 – Farið yfir komandi tímabil í Dominos deild karla með Jóni Birni Ólafssyni

Hérna er þáttur #2 – Farið yfir komandi tímabil í Dominos deild kvenna með Bryndísi Gunnlaugsdóttur

Hérna er þáttur #3 – Farið yfir fyrstu umferðirnar í Dominos deildunum með Herði Tulinius

Hérna er þáttur #4 – Farið yfir umferðir í Dominos deildunum með Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur

Hérna er þáttur #5 – Farið yfir byrjunina í Dominos deildunum með Herði Unnsteinssyni

Hérna er þáttur #6 – Farið yfir umferðirnar í Dominos deildunum og spjallað við Magnús Þór Gunnarsson

Hérna er þáttur #7 – Farið yfir umferðirnar í Dominos deildunum með Elínu Láru Reynisdóttur

Hérna er þáttur #8 – Farið yfir landsleiki, Dominos deildirnar og spjallað við Helenu Sverrisdóttur

Hérna er þáttur #9 – Farið yfir landsleiki, Dominos og 1. deildirnar með Birni Steinari Brynjólfssyni

Hérna er þáttur #10 – Farið yfir Dominos og 1. deildirnar með Ágústi Björgvinssyni

Hérna er þáttur #11 – Farið yfir Dominos deildirnar með Skúla B. Sigurðarsyni

Hérna er þáttur #12 – Farið yfir Dominos deildirnar og spjallað við þjálfara Stjörnunnar, Hrafn Kristjánsson

Hérna er þáttur #13 – Farið yfir stöðuna yfir hátíðirnar með Sigurði Orra Kristjánssyni

Hérna er þáttur #14 – Sverrir Þór í ítarlegu spjalli um deildirnar, leikmannaferilinn og þjálfun

Hérna er þáttur #15 – Farið yfir Dominos og 1. deildirnar með Andra Þór Kristinssyni.

Hérna er þáttur #16 – Farið yfir stöðuna í deildunum, bikarinn og fleira með Bryndísi Gunnlaugsdóttur

Hérna er þáttur #17 – Farið yfir ferilinn og stöðu deildanna í dag með Birnu Valgarsdóttur

Hérna er þáttur #18 – Farið yfir stöðuna í 1. og Dominos deildunum með Viðari Erni Hafsteinssyni

Hérna er þáttur #19 – Farið yfir Eurobasket ævintýrið og íslenskan körfubolta með Craig Pedersen

Hérna er þáttur #20 – Craig Pedersen um íslenskan körfubolta og Eurobasket ævintýrin

Hérna er þáttur #21 – Farið yfir stöðuna í deildunum með Heiðrúnu Kristmundsdóttur

Hérna er þáttur #22 – Farið yfir ferilinn, stöðuna í deildunum og veðmál með Sveinbirni Skúlasyni

Hérna er þáttur #23 – Farið yfir lok deildanna og tímabils með Herði Tulinius

Hérna er þáttur #24 – Farið yfir ferilinn, úrslitakeppnina og tímabilið í Njarðvík með Birni Kristjánssyni

Hérna er þáttur #25 – Farið yfir ferilinn, úrslitakeppnina og tímabilið hjá Haukum með Emil Barja

Fréttir
- Auglýsing -