Með hækkandi sól kemur uppáhaldstími ársins hjá körfuboltaáhugamönnum sem er úrslitakeppnin sjálf. Framundan eru fjögur stórskemmtileg einvígi í Dominos deild karla þar sem allt getur gerst. Nær KR í fjórða titilinn í röð eða geta Ghetto Hooligans komið ÍR á næsta stig keppninnar?
Í Dominos deild kvenna er lítil spenna fyrir síðustu þrjár umferðirnar en mikið þarf að gerast til að eitthvað breytist í tölfunni. Carmen Tyson-Thomas sem hefur verið besti leikmaður deildarinnar var látin fara frá Njarðvík vegna samskiptaörðugleika.
Njarðvík er í fyrsta skipti ekki í úrslitakeppninni eftir 23 ára veru þar. Björn Kristjánsson leikmaður Njarðvíkur er gestur þáttarins en hann segir frá tímabilinu og íslandsmeistaratitlunum með KR síðustu tvö ár.
Umsjón: Ólafur Þór Jónsson og Davíð Eldur
Efnisyfirlit:
1:00 – Tímabilið hjá Njarðvík
13:00 – Íslandsmeistaratitlarnir hjá KR
24:30 – Umræða um Dominos deild kvenna
39:00 – KR – Þór Ak.
45:30 – Stjarnan – ÍR
52:00 – Tindastóll – Keflavík
58:15 – Grindavík – Þór
Hérna er þáttur #1 – Farið yfir komandi tímabil í Dominos deild karla með Jóni Birni Ólafssyni
Hérna er þáttur #2 – Farið yfir komandi tímabil í Dominos deild kvenna með Bryndísi Gunnlaugsdóttur
Hérna er þáttur #3 – Farið yfir fyrstu umferðirnar í Dominos deildunum með Herði Tulinius
Hérna er þáttur #4 – Farið yfir umferðir í Dominos deildunum með Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur
Hérna er þáttur #5 – Farið yfir byrjunina í Dominos deildunum með Herði Unnsteinssyni
Hérna er þáttur #6 – Farið yfir umferðirnar í Dominos deildunum og spjallað við Magnús Þór Gunnarsson
Hérna er þáttur #7 – Farið yfir umferðirnar í Dominos deildunum með Elínu Láru Reynisdóttur
Hérna er þáttur #8 – Farið yfir landsleiki, Dominos deildirnar og spjallað við Helenu Sverrisdóttur
Hérna er þáttur #9 – Farið yfir landsleiki, Dominos og 1. deildirnar með Birni Steinari Brynjólfssyni
Hérna er þáttur #10 – Farið yfir Dominos og 1. deildirnar með Ágústi Björgvinssyni
Hérna er þáttur #11 – Farið yfir Dominos deildirnar með Skúla B. Sigurðarsyni
Hérna er þáttur #12 – Farið yfir Dominos deildirnar og spjallað við þjálfara Stjörnunnar, Hrafn Kristjánsson
Hérna er þáttur #13 – Farið yfir stöðuna yfir hátíðirnar með Sigurði Orra Kristjánssyni
Hérna er þáttur #14 – Sverrir Þór í ítarlegu spjalli um deildirnar, leikmannaferilinn og þjálfun
Hérna er þáttur #15 – Farið yfir Dominos og 1. deildirnar með Andra Þór Kristinssyni.
Hérna er þáttur #16 – Farið yfir stöðuna í deildunum, bikarinn og fleira með Bryndísi Gunnlaugsdóttur
Hérna er þáttur #17 – Farið yfir ferilinn og stöðu deildanna í dag með Birnu Valgarsdóttur
Hérna er þáttur #18 – Farið yfir stöðuna í 1. og Dominos deildunum með Viðari Erni Hafsteinssyni
Hérna er þáttur #19 – Farið yfir Eurobasket ævintýrið og íslenskan körfubolta með Craig Pedersen
Hérna er þáttur #20 – Craig Pedersen um íslenskan körfubolta og Eurobasket ævintýrin
Hérna er þáttur #21 – Farið yfir stöðuna í deildunum með Heiðrúnu Kristmundsdóttur
Hérna er þáttur #22 – Farið yfir ferilinn, stöðuna í deildunum og veðmál með Sveinbirni Skúlasyni
Hérna er þáttur #23 – Farið yfir lok deildanna og tímabils með Herði Tulinius