Podcast Karfan.is er komin í loftið hjá Alvarpinu, en það er rás sem er innan vefsíðu Nútímans.
Tíðindamikil vika að baki í íslenskum körfubolta. Leikir á hverjum degi í deild og bikar. Er krísa í Keflavík? Hverjum er um að kenna? Þjálfurum, leikmönnum eða stuðningmönnum? Stefan Bonneau er orðin að kanínu í Danmörku eftir að hafa glatt körfuboltaáhugamenn á Íslandi í nærri tvö ár.
Hið unga og stórskemmtilega lið Keflavíkur situr eitt á toppi Dominos deildar kvenna eftir góðan sigur í Borgarnesi. Haukar virðast vera líklegar til að falla um deild en þessi deild hefur látið umsjónarmenn þáttarins líta ítrekað illa út með spám. Ómögulegt er að spá og rýna í næstu leiki en í þætti vikunnar verður hið minnsta reynt.
Gestur þáttarins: Skúli B. Sigurðsson
Umsjónarmenn: Ólafur Þór Jónsson og Davíð Eldur
Hérna er þáttur #1 – Farið yfir komandi tímabil í Dominos deild karla með Jóni Birni Ólafssyni
Hérna er þáttur #2 – Farið yfir komandi tímabil í Dominos deild kvenna með Bryndísi Gunnlaugsdóttur
Hérna er þáttur #3 – Farið yfir fyrstu umferðirnar í Dominos deildunum með Herði Tulinius
Hérna er þáttur #4 – Farið yfir umferðir í Dominos deildunum með Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur
Hérna er þáttur #5 – Farið yfir byrjunina í Dominos deildunum með Herði Unnsteinssyni
Hérna er þáttur #6 – Farið yfir umferðirnar í Dominos deildunum og spjallað við Magnús Þór Gunnarsson
Hérna er þáttur #7 – Farið yfir umferðirnar í Dominos deildunum með Elínu Láru Reynisdóttur
Hérna er þáttur #8 – Farið yfir landsleiki, Dominos deildirnar og spjallað við Helenu Sverrisdóttur
Hérna er þáttur #9 – Farið yfir landsleiki, Dominos og 1. deildirnar með Birni Steinari Brynjólfssyni
Hérna er þáttur #10 – Farið yfir Dominos og 1. deildirnar með Ágústi Björgvinssyni