spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÞægilegur Valssigur í Smáranum

Þægilegur Valssigur í Smáranum

10. umferðin Subway deildar karla hófst í kvöld þegar Breiðablik tók á móti Valsmönnum. Það má segja að gengi þessara liða hafa verið gjörólík, Breiðablik með 1-9 á meðan Valur er með 6-3. Fyrirfram mátti búast við auðveldum sigri Valsmanna. Everage er mættur aftur í liði Blika og munar um minna. Valsmenn hafa á móti endurheimt Hjálmar.  Það verður að segjst einsog er að mætingin, fjórum mínútum fyrir leik er hörmuleg.  Leikurinn fór eins og maður bjóst við, Valur ávalt með undirtökin og hleyptu Blikum aldrei nógu nálægt sér. Unnu leikinn 85-110

Valsmenn voru töluvert sterkari í fyrsta leikhluta, virtust alltaf ná að finna lausan mann sem gat tekið galopið skot, meðan voru sóknirnar hjá Breiðablik mun tilviljunarkenndari og oft hlupu þeir sig í ógöngur og misstu boltann. Ef ekki hefði verið fyrir stigakor hjá Keith og Snorra þá hefði þessi leikhluti farið mun verr. Joshua fór á himinskautum hjá Val og skoraði 18 stig einu minna en allt Breiðablikslið. Valur leiddir 19-29.

Það var aðeins meira líf í Breiðablik við upphaf annars leikhluta, en Valur slökkti fljótlega í þeim neista, enda enn að fá galopin skot trekk í trekk. Breiðablik tóku leikhlé og maður sá strax batamerki á sókna- og varnarrleik liðsins, þótt það hafi ekki alltaf gengið upp hjá þeim. En töluvert betra frá Blikum og þeir leyfðu Valsmönnum ekkert að klára þennan leik fyrir hlé. Staðan 45-56.

Valsmenn héldu áfram, hægt og rólega, að auka forystuna sína. Kristinn Páls. setti upp sýningu og raðaði niður stigunum. Þrátt fyrir að Valsmenn væru 15 stigum yfir þegar skammt var eftir, þá voru þeir ósáttir með einn dóm og tókst að fá á sig tvö tæknivíti og svo tvö vítaskot að auki og skyndilega voru Blikar búnir að minnka muninn í 11 stig.  Og gerðu gott betur og enduðu leikhlutann 9 stigum undir 70-81.

Ólafur Snær byrjaði síðan 4. leikhluta á að negla nður tveimur þristum fyrir Breiðablik og skyndilega er þetta orðin leikur. En þá einsog oft áður eru Grindavík sjálfum sér verstir, missa boltann og Valsmenn ganga á lagið. Þegar þrjár mínútur voru eftir voru Valsmenn með 20 stiga forystu. Þá var leikurinn búinn og minni spámenn fengu að spreyta sig.  Í endann öruggur Valssigur 85-110.

Hjá Breiðablik sá Keith Jordan um stigaskorið var með 24 stig, Árni o g Elmar með 12 stig hvor. Hjá Valsmönnum átti Joshua stjörnuleik, sérstaklega í fyrri hálfleik, var með 32 stig, Kristinn sem tók við sjóvinu í seinni hálfleik með 25 stig. Acox líka með flottan leik, 21 stig og 10 fráköst. Frank Booker hefur oft skorað meira en hann tók 13 fráköst.

Næst á dagskrá hjá þessum liðum er VÍS bikarkeppnin,10. des næstkomandi. Blikar taka á móti Tindastól á meðan Valur heimsækir KV.

Næsta umferð í Subway deildinni hefst 14. des þegar Blikar taka á móti grönnum sínum í Stjörnunni og Valsmenn kljást við Njarðvík á sama tíma.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -