Undir 20 ára karlalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Matosinhos í Portúgal. Í gær tapaði liðið naumlega sínum fyrsta leik á mótinu fyrir Hvíta Rússlandi, 74-79. Í dag snéru þeir svo blaðinu við og lögðu Írland nokkuð örugglega, 85-61.
Atkvæðamestur fyrir Íslands hönd í leiknum var Borgfirðingurinn Bjarni Guðmann Jónsson. Á rúmum 22 mínútum spiluðum skilaði hann 12 stigum, 7 fráköstum, 5 stoðsendingum og 4 stolnum boltum.
Næt mætir liðið Rússlandi kl. 15:00 á morgun.
Fréttaritari Körfunnar í Portúgal spjallaði við leikmann Íslands, Arnór Sveinsson, eftir leik í Matosinhos.