Íslenska U18 landsliða karla spilar nú í B-deild evrópumótsins sem fram fer í Makedóníu. Liðið hefur nú þegar spilað þrjá leiki með fínum árangri.
Sigur gegn Lúxemborg og Danmörku en naumt tap gegn Tékklandi í háspennuleik gefur liðinu góðan séns á að endurtaka árangur kvennaliðsins sem komst í undanúrslit á sínu móti.
Meðan á mótinu stendur ætlar þjálfari liðsins Einar Árni Jóhannsson að senda klippur úr leikjum liðsins þar sem hægt verður að sjá smjörþefin af frammistöðu íslenska liðsins.
Fyrsta skammt má sjá hér að neðan úr leikjunum gegn Lúxemborg og Tékklandi:
Myndband úr leiknum gegn Lúxemborg:
Myndband úr leiknum gegn Tékklandi:
Frétt / Ólafur Þór Jónsson