07:00
{mosimage}
(Ibrahim Jaaber verður ekki með á EM í Póllandi)
Búlgarska landsliðið hefur tryggt sér sæti á Evrópumótinu í Póllandi í næsta mánuði og eru þeir því í óðaönn að undirbúa sig fyrir mótið. Pini Gershon, þjálfari Búlgara, þarf að gera breytingu á hóp sínum en sú ástæða er síður en svo algeng í íþróttum.
Þær takmarkanir eru settar í keppni landsliða að hvert land má aðeins tefla fram einum leikmanni í hvert sinn sem hefur fengið ríkisborgararétt þrátt fyrir að fæðast ekki í landinu. Þannig leikmenn eru svokallaðir naturalized leikmenn. Þetta þýðir að lönd geta ekki veitt endalausa ríkisborgararétti og fyllt lið sín af leikmönnum sem eru ekki fæddir í landinu.
Ibrahim Jaaber sem er leikmaður Lottomatica Roma fékk búlgarskan ríkisborgararétt í fyrra og hefur leikið með búlgarska landsliðinu sem tryggði sér sæti á Evrópumótinu í Póllandi. Jaaber sem er 25 ára mun ekki taka þátt í lokakeppninni í Póllandi með Búlgaríu því á sama tíma er trúarhátíð Múslima Ramadan en Jaaber er múslimi. Frá 21. ágúst til 19. september má hann ekki neita matar eða drykkjar frá sólarupprás til sólseturs. Þetta hefur þau áhrif að hann getur ekki æft né keppt með búlgarska landsliðsinu en evrópumótið hefst 7. september.
Pini Gershon þjálfari Búlgara er að hugleiða að taka inn annað hvort Andre Owens eða Earl Rowland í stöðu Jaaber en þeir eru líka naturalized.
Þetta er mikil blóðtaka fyrir Búlgara en Jaaber hefur verið einn besti leikmaðurinn þeirra. Hann er stigahæsti leikmaður Búlgara í A-deildinni en Jaaber sem er fæddur í Bandaríkjunum er næst stigahæsti leikmaður A-deildarinnar með 16 stig í leik.
mynd: fibaeurope.com