Svartfellingar unnu rétt í þessu sigur á Slóvökum og hafa með því tryggt sér fyrsta sætið í A riðli í undankeppni Evrópukeppni kvenna. Slóvakar sitja því í öðru sæti og vona eflaust að Ísland eigi frábæran leik og vinni Bosníu.
Bosnía þarf að vinna Ísland til að eiga séns á því að komast áfram. En með sigri lendir Bosnía í öðru sæti. Aðeins 6 liði í öðru sæti af 8 komast áfram. Því getur það skipt Bosníu miklu máli að vinna Ísland stórt þar sem þau lið sem eru með eitt tap eru orðin tryggð áfram og liðin með tvö töp fara áfram á stigaskori.
Leikur Íslands og Bosníu byrjar kl 19:45 og það er um að gera að skella sér!