Tindastóll og leikmaður þeirra Tessondra Williams hafa komist að samkomulagi um að slíta samstarfi sínu.
Williams hefur leikið með liðinu síðustu tvö tímabil í fyrstu deild kvenna, en í 21 leik á þessu tímabili hafði hún skilað 24 stigum, 9 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik.
Tindastóll er sem stendur í 5. sæti deildarinnar, 10 stigum frá síðasta sæti úrslitakeppninnar, en þar sem að lið Keflavíkur mun ekki taka þátt í henni, er líklegt að þær verði í henni samt sem áður.