spot_img
HomeFréttirTeletovic ekki með af persónulegum ástæðum

Teletovic ekki með af persónulegum ástæðum

Sportsport.ba vefsíðan greinir frá því í dag að NBA leikmaðurinn Mirza Teletovic verði ekki með Bosníumönnum á miðvikudag er liðið mætir Íslandi í Laugardalshöll. Teletovic er einn öflugasti leikmaður Bosníumanna og hefur farið mikinn í leikjunum gegn Bretum og Íslandi. Fjarvera Teletovic er af persónulegum ástæðum.
 
 
„Strákarnir hafa þegar sannað gæðin í liðinu og ég trúi því að þeir geti snúið ósigraðir heim frá Íslandi,“ segir Teletovic m.a. við Sportsport.ba og biður loks um frið frá fjölmiðlum til þess að sinna sínum persónulegu málum sem halda honum fjarri leiknum gegn Íslendingum.
 
Teletovic hefur lagt þung lóð á vogarskálarnar í þessum þremur leikjum með Bosníu, 26,3 stig að meðaltali í leik, 6,7 fráköst, 2,3 stoðsendingar og 1,7 stolinn bolti. Bosníumenn eru fjarri því vængbrotnir án Teletovic þó hann sé þeirra fremsti maður en í þeirra herbúðum er valinn maður í hverju rúmi.
  
Fréttir
- Auglýsing -