spot_img

Tekur við KV

KV hefur ráðið Fal Harðarson sem þjálfara liðsins fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Falur er körfuknattleiksaðdáendum kunnur, en eftir glæstan feril sem leikmaður fyrir félagslið og þjóð hefur hann þjálfað nokkur félög, en sem þjálfari gerði hann Keflavík að Íslandsmeisturum 1990 (kvenna) og 2004 (karla) Síðast var hann þjálfari Fjölnis 2020, en með þeim vann hann fyrstu deildina árið áður en liðið féll svo beint aftur niður í þá fyrstu.

Samkvæmt tilkynningu mun Eyjólfur Ásberg vera Fali til aðstoðar í vetur og þá hefur félagið einnig samið við leikmennina Emil Richter, Ása Hrafn, Gísla, Arnór í Húrra, Þorgeir Blöndal, Illuga Auðunsson og Illuga Steingrímsson.

Fréttir
- Auglýsing -