Borche Ilievski verður næsti þjálfari ÍR í Bónus deild karla. Staðfestir þjálfarinn þetta í samtali við Körfuna nú í kvöld.
Borche þekkir vel til í Breiðholtinu, en hann þjálfaði þar frá 2015 til 2021. Besta tímabil hans þar án vafa 2019 þegar hann fór með liðið allal leið í oddaleik lokaúrslita þar sem liðið laut í lægra haldi gegn KR.
Síðan Borche yfirgaf ÍR hefur hann verið þjálfari Fjölnis, en fyrr í dag tilkynnti Fjölnir um sameiginlega ákvörðun félags og þjálfara um starfslok hans þar. Borche á að baki gífurlega langan feril sem þjálfari, en ásamt því að hafa þjálfað félög í heimalandinu Makedóníu, hefur hann þjálfað ÍR Tindastól, Bolungarvík, KFÍ, Fjölni og Breiðablik á Íslandi.