Grindavík mætir Val í Smáranum í kvöld í fjórða leik átta liða úrslita Bónus deildar karla.
Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Grindavík og eygja þeir því þess von að slá Val úr keppni með sigri í kvöld.
Ekki er algengt að lið Íslandsmeistara komist ekki lengra en í átta liða úrslit árið eftir að þeir hampa þeim stór. Grindavík hinsvegar gæti tekist það að slá ríkjandi Íslandsmeistara úr leik annað árið í röð, en í fyrra sópuðu þeir liði Tindastóls úr keppni 3-0.
Sé litið aftur í söguna þarf að fara aftur 17 tímabil til að finna annað slíkt atvik, en það var árið 2008. Þá hafði KR orðið meistari árið 2007 og farið út í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar árið 2008 eftir 2-1 ósigur í einvígi gegn ÍR.
Leikur Grindavíkur og Íslandsmeistara Vals er á dagskrá kl. 19:30 í Smáranum.
Hérna má lesa um sögu úrslitakeppni karla