spot_img
HomeFréttirTekjuaukningu þarft til að fjármagna Evrópukeppnir unglingalandsliða

Tekjuaukningu þarft til að fjármagna Evrópukeppnir unglingalandsliða

20:27

{mosimage}

 

(Bjarni Gaukur meðstjórnandi hjá KKÍ t.v. og Eyjólfur Þór Guðlaugsson gjaldkeri KKÍ t.h.) 

 

Kostnaður vegna unglingalandsliða árið 2006 voru 15 milljónir króna en tekjur á móti voru 6 milljónir og sökum þessa halla er orðið ljóst að íslensk unglingalandslið munu ekki taka þátt í Evrópukeppninni þetta árið. Reyndar er nokkuð síðan að þessi niðurstaða varð ljós en Eyjólfur Þór Guðlaugsson, gjaldkeri KKÍ sagði í ræðu á ársþingi KKÍ að Flúðum í kvöld að ef ekki kæmu til auknar tekjur í starfi KKÍ að þá væri engu að síður hægt að senda lið til keppni en þá væri það eini raunhæfi möguleikinn að láta iðkendur bera kostnaðirnn.

 

,,Umframtekjur verða að koma til, bág fjárhagsstaða sambandsins veldur því að hendur okkar eru bundnar en við stefnum upp á við rétt eins og allir íþróttamenn,” sagði Eyjólfur í ræðu sinni. Eyjólfur sagði að ef yngri landslið myndu halda til Evrópukeppni á sínum eigin vegum gæti kostnaðurinn á iðkanda numið allt að 180.000 krónum.

 

Mikil vonbrigði eru innan körfuknattleikshreyfingarinnar sökum þessarar staðreyndar sér í lagi í ljósi árangurs unglingalandsliða Íslands síðustu ára í keppnum á erlendum vettvangi.

 

Hannes Jónsson formaður KKÍ tók einnig til máls varðandi málefni unglingalandsliðanna og sagði ákvörðunina um að blása af Evrópukeppnina hjá unglingalandsliðunum hafa valdið miklum vonbrigðum fyrir stjórnina en nauðsynlegur þáttur til að sporna við enn frekari útgjöldum sambandins. Hannes sagði einnig að framlag hins opinbera þyrfti að vera mun ríkulegra en raun ber vitni svo hægt sé að senda lið í Evrópukeppni.

,,Það hefur verið lögð á það áhersla við stjórnmálamenn að yngri landsliðin okkar eigi ekki að þurfa að greiða sjálf fyrir þátttöku sína á erlendum vettvangi því svo er ekki háttað hjá öðrum löndum. Ríkið hefur komið myndarlegar að málum á síðustu árum en það er í raun dropi í hafi miðað við það sem gera þarf, ríkisvaldið þarf að koma betur að því starfi sem tengist íþróttamálum,” sagði Hannes.

 

Ljóst var á máli þeirra sem fóru í pontu í kvöld að vonbrigðin væru gríðarleg en fullur hugur væri á því að halda áfram að senda unglingalandslið í Norðurlandamótin þar sem Ísland hefur átt góðu gengi að fagna síðustu ár.

 

Tekjuaukning þarf að koma til ef unglingalandsliðin eiga að blómstra en að svo stöddu er ekki séð hvaðan það fjármagn á að koma. Mikil vinna hefur verið lögð í það hjá stjórnar- og starfsmönnum KKÍ við að finna til fjármagn en hingað til hefur það ekki borið tilætlaðan árangur.

 

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -