Eftir að Friðrik Ingi Rúnarsson sagði upp störfum sem þjálfari karla og kvenna liðs Njarðvíkingar hafa sögusagnir vissulega farið af stað um hver myndi taka við skútunni. Nöfn hafa verið nefnd en ekkert nafn þó oftar en aðstoðarþjálfari Njarðvíkinga sl. tvö ár, Teitur Örlygsson. Mörgum finnst það í raun vera formsatriði en Teitur Örlygsson sagði í snörpu samtali við Karfan.is að svo myndi ekki verða og sagði margar ástæður að baki sem hann vildi ekki telja upp sem stendur. " Ég er harðákveðin í að taka mér smá pásu og fylgjast með boltanum á næsta tímabili úr stúkunni. En ég mun koma til með að styðja minn klúbb og verð í Njarðvíkurstúkunni, hvergi annarsstaðar. " sagði Teitur
Teitur hafði í viðtali við Karfan.is eftir síðasta leik Njarðvíkinga í vetur gefið það út að hann ætlaði sér ekki að vera áfram. Spurningin er þá hvert leita Njarðvíkingar í næsta þjálfara efni sitt. Vissulega er stutt að fara í t.a.m. Friðrik Ragnarsson fyrrum þjálfara liðsins og Grindvíkinga en heimildir herma að hann hafi ekki áhuga á starfinu.