spot_img
HomeFréttirTeitur heitur í sögubókum Stjörnunnar: Arfaslakir Snæfellingar sendir í frí af sterkum...

Teitur heitur í sögubókum Stjörnunnar: Arfaslakir Snæfellingar sendir í frí af sterkum Stjörnuher

 
Íslands og deildarmeistarar Snæfells voru hreinlega keyrðir á kaf af eldsprækum Stjörnumönnum eftir að fyrsti leikhluti hafði verið jafn. Úr Garðabænum komu þeir með eitt markmið að klára einvígið 3-0 sem tókst vel hjá þeim er þeir lönduðu sigri 88-105. Stigahæstir hjá Stjörnunni voru Jovan Zdravevski með 25 stig og Renato Lindmets 22 stig en hjá Snæfelli var Zeljko Bojovic með 19 stig.
Vendipunkturinn voru 30 stig Stjörnunnar gegn 9 stigum Snæfells í öðrum leikhluta þar sem Snæfell missti boltann hátt í tíu sinnum og Stjörnumenn gengu á lagið og nýttu sér það vel til að auka forystuna. Snæfellingum gekk ekki neitt að koma boltanum ofan í og settu sín fyrstu stig í öðrum hluta eftir hátt í fimm mínútna leik en þá höfðu Stjörnumenn sett niður sextán stig og leiddu í hálfleik með 19 stigum 32-51. Slakir Snæfellingar áttu aldrei tækifæri á að koma til baka og voru undir í kringum 20 stig allann seinni hálfleikinn þar sem hressir Stjörnumenn ætla sér að skrifa nýja sögu í körfuboltanum í Garðabænum og eru komnir í úrslit í Iceland express deild körfuboltans.
 
Byrjunarlið leiksins.
Snæfell: Jón Ólafur “Nonni Mæju”. Pálmi Freyr Sigurgeirsson. Zeljko Bojovic. Sean Burton. Ryan Amoroso.
Stjarnan: Justin Shouse. Jovan Zdravevski. Renato Lindmets. Fannar Freyr Helgason. Daníel Guðmundsson.
 
Leikurinn byrjaði jafn 6-6 eftir góðar sóknir liðanna en Stjarnan stökk aðeins frá Snæfelli 6-11 sem kom lítið að sök þar sem Snæfell stökk strax fram úr 14-13. Nonni setti einn þrist og Zelkjo tvo til þegar þeir komust svo í 17-13 og vörn Snæfells að virka vel en Renato Lindmets var að raða þessu í teignum hjá Stjörnunni. Stjörnumenn áttu erfiðara með hraðann bolta Snæfells en voru þó ekki langt undan og voru á tánum. Staðan 23-21 fyrir Snæfell eftir fyrsta hluta þar sem Lindmets og Bojovic voru hressir fyrir sín lið.
 
Gestirnir úr Garðabænum voru ekki á því að láta í minni pokann og sett fyrstu sex stig annars hluta en Snæfell voru að missa boltann klaufalega sem Stjarnan nýtti sér vel eftir hörku varnarleik. Snæfell skoraði ekki stig í öðrum hluta fyrr en eftir 5 mínútna leik en þá var Stjarnan búin að skora 13 stig og staðan 24-34.
 
Nákvæmlega ekkert gekk eftir hjá Snæfellingum sem voru undir 24-41 eða 18-1 í leikhlutanum með 10 tapað bolta ekkert að fara ofan í og ljóst að ef þetta andleysi og slaka vörn yrði framhaldið á þeirra leik væri lítið framundan en sumarfríið.
 
Á móti voru Stjörnumenn að ganga vel á lagið, spila hörkuvörn og voru Jovan Zdravevski og Renato Lindmets að setja flest niður fyrir þá en sérstaklega Jovan var að hitna verulega. Staðan í hálfleik var 32-51 fyrir Stjörnunni þar sem annar leikhluti fór 9-30 fyrir Stjörnunni gegn höfuðlausum Snæfellsher.

 
Atkvæðahæstir liðannaí hálfleik. Hjá Snæfelli var fátt um fína drætti en Zeljko Bojovc var kominn með 13 stig og Pálmi Freyr 7 stig. Hjá eldsprækum Stjörnumönnum var lítið hægt að stöðva Jovan Zdravevski sem var kominn með 17 stig og Renato Lindmets 12 stig en blað voru komnir átta Stjörnumenn gegn einungis byrjunarliði Snæfells.
 
Pálmi Freyr fékk sína fjórðu villu í upphafi þriðja hluta sem var erfitt fyrir Snæfell. Stjörnumenn héldu sér í þriðja hluta í um eða yfir 20 stiga forystunni og Fannar Helgason fékk að leika sér að Snæfelli til að byrja með. Stjörnumenn voru miklu betri á öllum sviðum leiksins og komust Snæfellingar aldrei inní leikinn en mikill hiti var að hlaupa leikinn og líkamlega var leikurinn heilt yfir harður líkt og fyrri leikjum liðanna. Staðan var 60-83 fyrir Stjörnunni fyrir lokafjórðunginn og rosalega lítið var í kortunum að íslands og deildarmeistararnir væru að fara verja titilinn frekar.
 
Snæfellingar gerðu sig líklega í áhlaup og náðu góðum 12-4 kafla með þristum frá Zelkjo og Burton og náðu leiknum niður í 72-87 og hertu á sínum hlut í leiknum. Þegar dómarar leiksins, af væntanlega gildum ástæðum, ráku Sean Burton út úr húsi og Pálmi Freyr fékk sína fimmtu villu fóru vonir Snæfell að koma sér aðeins inn í leikinn út um þúfur. Þetta var svo sem ekki að tapa leiknum fyrir Snæfell sem voru einfaldlega búnir að vera sjálfum sér verstir en þetta upphlaup drap algerlega vonir Snæfells.
 
Stjörnumenn voru agaðir, spiluðu sinn leik til enda, fóru ekki í neitt rugl og héldu haus með sína 20 stiga forystu 77-97 þegar þó voru tæpar fjórar mínútur eftir af leiknum. Ekki var mikið merkilegt eftir það nema að leikurinn fjaraði út og Snæfell var sópað út af skemmtilegu Stjörnuliði 88-105 sem eiga eftir að láta að sér kveða í úrslitunum og eiga það fyllilega skilið eftir spilamennsku sína í undanúrslitum að fá að spreyta sig við þann stóra.
 
Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Kristinn Óskarsson.
 
Helsta tölfræði leikmanna.
 
Snæfell: Zeljko Bojovic 19/5 fráköst. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 13/3 fráköst/3 bolta náð. Sean Burton 13/4 fráköst/7 stoðsendingar. Jón Ólafur Jónsson 11/7 fráköst. Ryan Amoroso 10/6 fráköst. Egill Egilsson 8 stig. Emil Þór Jóhannsson 6 stig. Sveinn Arnar Davíðsson 5 stig. Kristján Andrésson 2 stig. Daníel Ali Kazmi 1 stig. Atli Rafn Hreinsson 0. Hlynur Hreinsson 0.
 
Stjarnan: Jovan Zdravevski 25/6 fráköst. Renato Lindmets 22/7 fráköst/3 stoðsendingar. Justin Shouse 15/6 stoðsendingar. Fannar Freyr Helgason 14/6 fráköst. Marvin Valdimarsson 8 stig. Guðjón Lárusson 8/ 3 stoðsendingar. Daníel Guðmundsson 7 stig. Ólafur Aron Ingvason 3/4 stoðsendingar. Dagur Kár Jónsson 2 stig. Kjartan Atli Kjartansson 1 stig. Tómas Þórður Hilmarsson 0. Magnús Guðmundsson 0.
 
Ljósmyndir/ Þorsteinn Eyþórsson
 
Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín
Fréttir
- Auglýsing -