Stjarnan hefur samið við Teit Örlygsson um að þjálfa lið meistaraflokks karla næstu tvö árin. Teitur náði frábærum árangri með liðið á síðustu leiktíð og endaði liðið eins og kunnugt er í öðru sæti úrvalsdeildar. Því lagði stjórn deildarinnar áherslu á að semja við Teit og var gengið frá samningum við hann í gær. www.stjarnan-karfa.is greinir frá.
Á heimasíðu Stjörnunnar segir ennfremur:
Það er því ljóst að Teitur mun verða við stjórnina hér í Garðabænum næstu árin og er ekkert annað á dagskránni en að ná enn lengra en síðasta tímabil. Hann hefur nú þjálfað liðið í tvö og hálft tímabil og var kosinn þjálfari Stjörnunnar fyrir árið 2009.
Mynd/ [email protected]