Njarðvíkingar fengu þær slæmu fréttir í dag að Myron Dempsey nýr erlendur leikmaður þeirra myndi ekki ná því að fá leikheimild fyrir stórleikinn gegn Keflvíkingum í kvöld. Líkast til eins og flestir vita þá herja allsherjar veikindi á útlendingastofnun og það er ástæða þess að Dempsey er ekki í búning í kvöld. En það eru fleiri í flensu því Ásgeir Guðbjartsson aðstoðarþjálfari þeirra Njarðvíkinga hefur náð sér í pestina og því mun Teitur Örlygsson fylla sæti Ásgeirs á bekknum hjá Njarðvíkingum í kvöld. Vissulega þungavigtamaður sem Njarðvíkingar skipta þar inn og þeir þurfa á því að halda því leikurinn í kvöld mikilvægur jafnt þeim sem og heimamönnum í Keflavík.