spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaTefla fram írskum landsliðsmanni í næsta leik

Tefla fram írskum landsliðsmanni í næsta leik

Snæfell hefur samið við Matt Treacy fyrir yfirstandandi átök í fyrstu deild karla.

Samkvæmt tilkynningu félagsins mun Matt vera klár í að leika sinn fyrsta leik fyrir liðið er það mætir Ármanni í Laugardalshöll í kvöld, en hann er 26 ára írskur landsliðframherji sem síðast lék fyrir Tarragona á Spáni.

Tilkynning:

KKD. Snæfells hefur samið við Matt Treacy og mun hann koma til landsins í dag. Matt er kominn með leyfi og er því klár fyrir leik kvöldsins á móti Ármenningum í Laugardalshöll kl. 18:45. Matt spilaði á Spáni fyrri hluta tímabilsins og hefur reynslu úr deildum eins og Danmörku, Sviss svo eitthvað sé talið upp.

Við teljum að Matt verði frábær viðbót í sterkan hóp sem Snæfell hefur yfir að ráða. Hlutirnir hafa ekki verið að smella en það er vona okkar að með tilkomu Matt muni hópurinn stíga upp sem heild og byrja á því að tryggja liðinu sæti í 1. deildinni að ári.
Við teljum að hópurinn sé nægilega sterkur til þess að fara í úrslitakeppnina og valda usla þar.

Spennandi tímar framundan en það eru 10 leikir eftir í deildarkeppninni og því ekki seinna vænna en að trekkja sig í gang.

KKD. Snæfells býður Matt kærlega velkominn í Hólminn.

Fréttir
- Auglýsing -