Helena Sverrisdóttir var stigahæst hjá TCU í gærkvöldi þegar liðið mátti þola sinn stærsta ósigur á tímabilinu. TCU lá gegn North Carolina State 76-62 á útivelli.
Helena var í byrjunarliðinu og gerði 19 stig í leiknum, stal 3 boltum og var með 3 fráköst á þeim 35 mínútum sem hún lék í leiknum.
Næsti leikur TCU er miðvikudaginn 9. desember þegar liðið mætir SMU á útivelli.