spot_img
HomeFréttirTatum óstöðvandi - Celtics í úrslitakeppnina

Tatum óstöðvandi – Celtics í úrslitakeppnina

Jason Tatum setti upp MVP frammistöðu í nótt sem skilaði Boston Celtics endanlega inn í úrslitakeppnina þetta árið og mæta þeir New Jersey Nets þar í 1. umferð. Í umspilsleik gegn Washington Wizards mætti Jason Tatum til leiks og áttu Washington fá svör við stór leik Tatums sem endaði leik með 50 stig þetta kvöldið. Kemba Walker bætti svo við 29 stigum og endaði leikurinn 118:100 Celtics í vil. Tímabil Celtics hefur verið langt frá því að vera á pari og 10 tap leikir af síðustu 15 segja í raun þá sögu til enda. En þessi frammistaða er eitthvað til að byggja á fyrir komandi leiki gegn stjörnuprýddu liði Nets. Washington fá hinsvegar annan möguleika á því að komast í úrslitakeppnina því þeir leika gegn Indiana sem unnu sinn leik í umspili gegn Charlotte í gær 144:117. Í nokkuð jöfnu liði Indiana var það Domantas Sabonis sem var stiga hæstur með 15 stig.

Í vestrinu verða það svo Golden State Warrior sem reyna að slá út meistara Lakers í kvöld og hinsvegar eru það SA Spurs og Memphis Grizzlys sem takast á um síðustu tvö sætin í úrslitakeppninni þar.

JT came ready to play tonight pic.twitter.com/BL5ImNrNXZ— Boston Celtics (@celtics) May 19, 2021

Fréttir
- Auglýsing -