spot_img
HomeFréttirTap í spennuleik gegn Hollandi

Tap í spennuleik gegn Hollandi

Undir 16 ára drengjalið Íslands mátti þola þriggja stiga tap gegn Hollandi í dag á Evrópumótinu í Skopje í Makedóníu.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð jafn og spennandi. Staðan var jöfn eftir fyrsta leikhluta, en þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var Holland komið skrefinu á undan, 21-27. Leikurinn helst svo nokkuð jafn í upphafi seinni hálfleiksins og er Ísland komið með eins stigs forystu fyrir lokaleikhlutann, 40-39. Holland leiddi svo allan lokaleikhlutann, en var þó aldrei langt undan. Niðurstaðan að lokum þriggja stiga sigur þeirra, 57-60.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Patrik Birmingham með 15 stig, 12 fráköst og 3 stoðsendingar. Þá skilaði Jakob Leifsson 13 stigum, 5 fráköstum, 2 stoðsendingum, 2 stolnum boltum og Róbert Óskarsson var með 14 stig, 7 fráköst og 2 stolna bolta.

Næsti leikur Íslands á mótinu er komandi fimmtudag í umspili um sæti 9 til 16 á mótinu, en ekki er ljóst hver fyrsti andstæðingur liðsins verður.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -