spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTap í framlengingu

Tap í framlengingu

Martin Hermannsson og Alba Berlin lutu í lægra haldi gegn Ulm í framlengdum leik í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 101-90.

Martin hafði hægt um sig í stigaskorun í leiknum, en á rúmum 26 mínútum spiluðum skilaði hann 2 stigum, frákasti og 4 stoðsendingum.

Alba Berlin eru í 12. sæti eftir leikinn með 10 sigra, en deildin er afar jöfn, þar sem aðeins einn sigur er á milli þeirra og Heidelberg sem eru í 6. sætinu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -