spot_img
HomeFréttirTap í framlengdum leik gegn Noregi

Tap í framlengdum leik gegn Noregi

Undir 18 ára drengjalið Íslands mátti þola tap í framlengdum leik í dag gegn Noregi á Evrópumótinu í Skopje í Makedóníu, 77-73. Leikurinn var í umspili um sæti 9 til 12 á mótinu, en þar sem Ísland tapaði munu þeir leika sinn síðasta leik á mótinu um 11. sætið. Mótherji þeirra í þeim leik verður liðið sem tapar í viðureign Ungverjalands og Írlands í dag.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í dag var Birkir Hrafn Eyþórsson með 22 stig og 6 fráköst. Þá skolaði Logi Guðmundsson 21 stigi, 7 fráköstum og Viktor Jónas Lúðvíksson 10 dtigum og 14 fráköstum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -