spot_img
HomeFréttirTap í átta liða úrslitum gegn heimamönnum

Tap í átta liða úrslitum gegn heimamönnum

Undir 16 ára lið drengja leikur þessa dagana  á Evrópumótinu í Sarajevo í Bosníu. Í kvöld tapaði liðið í átta liða úrslitum mótsins gegn Bosníu, 86-59. Liðið nær því ekki lengra á mótinu en spilar um sæti 5 til 8. 

 

Því miður má segja að Ísland hafi aldrei átt séns í dag. Bosníumenn mættu dýrvitlausir til leiks og náðu yfir tíu stiga forystu snemma. Íslendingar komu sterkir inn í seinni hálfleik en það var of lítið og of seint. Lokastaðan því 86-59. 

 

Magnús Lúðvíksson var stigahæstur hjá Íslandi með 10 stig og þá var Ástþór Svalason sterkur með 9 stig og 3 fráköst. 

 

Tapið þýðir að Ísland leikur um sæti 5 til 8 og fara þeir leikir fram á næstu tveimur dögum. Liðið mætir annað hvort Makedóníu eða Rúmeníu á morgun kl 14:30 að Íslenskum tíma. 

 

Tölfræði leiks

 

Viðtal:

Fréttir
- Auglýsing -