Logi Gunnarsson og félagar í franska liðinu St. Etienne máttu sætta sig við 76-74 ósigur á útivelli í frönsku NM1 deildinni í gær. Liðið heimsótti Boulogne og gerði Logi 3 stig í leiknum.
Logi var í byrjunarliðinu og lék í rétt rúmar 20 mínútur í leiknum. Eins og fyrr segir var hann með 3 stig en skaut ekki mikið í leiknum, brenndi af eina teigskotinu sínu og setti niður eina þristinn sinn í leiknum. Þá var Logi einnig með 3 stoðsendingar.
Framundan er mikið prógramm hjá St. Etienne sem er að vinna upp óspilaða leiki og lýkur þessu útivallaprógrammi liðsins á þriðjudag.