10:09
{mosimage}
Það gengur illa hjá Pavel Ermolinskij og félögum í Axarquia í spænsku annarri deildinni, LEB2 núna. Í gær tók liðið á móti Akasvayu C.B. Vic og tapaði 62-78 eftir að hafa verið 2 stigum yfir í hálfleik en aðeins skorað 7 stig í þriðja leikhluta gegn 19. Pavel skoraði 5 stig en stigahæstu menn liðsins voru með 10 stig.
Liðið er nú með 50% vinningshlutafall í deildinni eftir 10 leiki.
Tölfræði: http://www.feb.es/Pasarela/MostrarPasarela.aspx?Tipo=Partido&p=131680
Mynd: Heimasíða Rincon Axarquia