spot_img
HomeFréttirTap hjá Helga og félögum í Evrópukeppninni

Tap hjá Helga og félögum í Evrópukeppninni

8:49

{mosimage}

Svissneska liðið BC Boncourt sem Helgi Már Magnússon lék á heimavelli í gær gegn tékkneska liðinu Brno í FIBA EuroCup Challenge. Tékkneska liðið sigraði 71-64 og hefur Boncourt nú tapað 2 fyrstu leikjum sínum í keppninni, en þeir töpuðu fyrir rúmenska liðinu U-Mobitelco Cluj-Napoca á útivelli síðustu viku. Fjórða liðið í riðlinum er kýpverska liðið Keravnos Cyprus College en Helgi og félagar fá þá í heimsókn í næstu viku.

Helgi skoraði 7 stig í leiknum í gær og tók 4 fráköst á þeim 27 mínútum sem hann lék en hann var ekki í byrjunarliði Boncourt.

 

Tölfræði: http://www.fibaeurope.com/cid_f43ulKJBGLcVnbH-aqLVu2.pageID_khcZ9zVjI0g7MLWnTrb7z2.compID_3PFNKyhLHWIYKHG2fZORy3.season_2007.roundID_5138.teamID_.gameID_5138-B-3-2.html

[email protected]

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -