spot_img
HomeFréttirTap hjá Angers

Tap hjá Angers

 Logi Gunnarsson og félagar í Angers í Frakklandi töpuðu í gær á móti liði Rennes með 11 stigum, 75:64. Okkar maður spilaði bærilega var næst stigahæstur Angers manna með 9 stig og að auki sendi hann 3 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Angers er sem stendur með 50% vinningshlutall, 3 tapaðir og 3 unnir leikir.  ”Okkur vantaði aðalleikstjórnanda okkar í gær vegna meiðsla en ég og hann erum tveir reynslu mestu leikmenn liðsins.” sagði Logi í samtali við Karfan.is
 ”Lið okkar er það yngsta í deildinni þannig að okkur er ekki spáð í efstu sætunum. En við höfum nú þegar unnið tvö af þeim liðum sem spáð var í efri hlutanum þannig að ég tel okkur alveg eiga að getað verið þarna uppi.  Persónulega gekk mér mjög vel í fyrstu 3 leikjunum en síðustu þrír hafa ekki verið eins góðir hjá mér.  Ég þarf bara að fara að ná mér aftur á strik.” bætti Logi við.  Sem fyrr segir þá eru Angers sem stendur í 8 sæti í 18 liða deild en efsta liðið fer beint upp um deild og næstu 8 liðin spila í úrslitakeppni um hitt sætið. 
Fréttir
- Auglýsing -