Frábær frammistaða hjá U18 ára stelpunum í dag gegn öflugu liði Portúgala 65-49. Lokatölur gefa þó ekki rétta mynd af gangi mála er 5 mínútur voru eftir var staðan 49-52 fyrir portúgal. Spilamennskan var mjög góð á köflum með baráttuna og viljan að vopni. Eins og fyrr segir svekkjandi lokamínútur en leikurinn var hinn mesta skemmtun.
10 leikmenn liðisins komu við sögu í dag inni a vellinum en Sigrún Björg og Jóhanna Lilja þurftu að hvíla í dag vegna smávægilegra meiðsla. Ásta átti frábæran dag með 26 stig og 11 fráköst. Anna Ingunn skoraði 11 stig, tók 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Eygló Kristín var svo með 10 fráköst. Frábær frammistaða hjá liðinu öllu sem því miður dugði ekki til.
Andinn er góður í liðinu og stelpurnar staðráðnar að bæta sig og verða betri með hverjum leik sem líður. Á morgun mánudag 8.júlí er frídagur en áfram er haldið á þriðjudag leikið gegn Sviss og loks síðasti leikur riðlakeppninnar gegn Búlgaríu a miðvikudag.
Texti og mynd/ KKÍ